Description: Vorið 2024 samþykkti Alþingi Landsskipulagsstefnu 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028. Meðal aðgerða er kortlagning á ræktunarlandi sem hentar til matvælaframleiðslu. Því hefur nú verið unnin grunnflokkun fyrir landbúnaðarland af Eflu verkfræðistofu en verkefnisstjórn var í umsjón Lands og skógar. Kortlagningin nær til alls Íslands. Áhersla er lögð á að flokka land sem nýtist til ræktunar á matvælum og fóðri, og er það gert í ljósi markmiða sem sett eru fram í jarðalögum nr. 81/2004 og sjónarmiðum um fæðuöryggi. Flokkuninni er ætlað að nýtast sveitarfélögum sem forsendur við skipulagsákvarðanir um landnotkun við gerð aðalskipulags. Markmið með flokkun landbúnaðarlands: Viðurkennt verði að vernda beri gott ræktunarland eins og aðrar auðlindir þjóðarinnar. Stuðla að því að góðu ræktunarlandi verði ekki spillt með því að ráðstafa því í annað. Tryggja sem best hnökralausa sambúð landbúnaðar, þéttbýlis og annarrar landnotkunar. Aðalskipulög sveitarfélaga verði, eftir því sem hægt er, nýtt sem tæki til að tryggja ofangreind atriði. Flokkunin er byggð á leiðbeiningum um flokkun landbúnaðarlands sem Avinnuvega- og nýsköpunarráðneytisins frá 2021 og aðferðum sem Guðrún Lára Sveinsdóttir þróaði við flokkun landbúnaðarlands í lokaverkefni við Landbúnaðarháskóla Íslands, aðferðafræðin hefur síðan verið þróuð áfram og aðlöguð. Sveitarfélög, hvert fyrir sig, munu bera ábyrgð á að vinna gögnin áfram og nánar sem forsendugagn fyrir stefnumótun um landbúnaðarland í aðalskipulagi.